Um saksóknara Alþingis

Kosning saksóknara og starfsmenn

19.5.2011

Saksóknari Alþingis og varasaksóknari Alþingis voru kosnir af Alþingi 12. október 2010 til að sækja af hendi Alþingis það mál sem þingið ákvað með þingsályktun 28. september 2010 að höfða á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra aðallega fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð en til vara fyrir brot gegn almennum hegningarlögum.

Kosningu hlutu Sigríður J. Friðjónsdóttir sem saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson sem varasaksóknari Alþingis.

Við rannsókn og meðferð máls Alþingis á hendur Geir H. Haarde vinnur einnig Birgir Jónasson, lögfræðingur og lögreglumenntaður starfsmaður.

Senda grein

Þetta vefsvæði byggir á Eplica