Um saksóknara Alþingis

Landsdómur

19.5.2011

Í 1. gr. laga um Landsdóm nr. 3/1963 segir.

Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra."

 Í 2. gr. laga um Landsdóm segir.

Í landsdómi eiga sæti 15 dómendur, og eru þeir þessir:
   
a. [þeir fimm dómarar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti, dómstjórinn]1) í Reykjavík og prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Hæstiréttur kveður til varadómendur hæstaréttardómara úr hópi [annarra2) hæstaréttardómara og síðan]1) lagakennara háskólans, hæstaréttarlögmanna eða héraðsdómara, sem fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaðir dómarar í hæstarétti. [Varamaður dómstjórans í Reykjavík er sá héraðsdómari í Reykjavík sem hefur lengst gegnt því embætti.]1) Lagadeild háskólans kýs varamann prófessorsins í stjórnskipunarrétti;
   
b. átta menn kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfallskosningu til 6 ára í senn.
 Samtímis og með sama hætti skulu kosnir jafnmargir varamenn."

Í 6. gr. laga um Landsdóm segir.

Hæstaréttarforseti er sjálfkjörinn forseti landsdóms. Varaforseti hæstaréttar er varaforseti landsdóms. Nú forfallast þeir báðir, forseti og varaforseti, og kýs þá dómurinn forseta, er vera skal einn hinna löglærðu dómara."

Senda grein

Þetta vefsvæði byggir á Eplica