Um saksóknara Alþingis

Gagnaöflun

19.5.2011

Saksóknari Alþingis hefur þurft að leita til dómstóla til að fá afhent gögn sem talin eru hafa sönnunargildi í máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. Meiri hluta þeirra gagna sem saksóknari Alþingis hefur aflað voru afhent án dómsúrskurðar. Þau gögn sem krafist var afhendingar á fyrir dómstólum voru skýrslur af 61 einstaklingi sem kvaddir voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis til skýrslutöku á grundvelli 8. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða nr. 142/2008 og rafrænt afrit af öllum tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde frá því hann var skipaður forsætisráðherra 15. júní 2006 þar til hann fékk lausn frá störfum forsætisráðherra 1. febrúar 2009:

Um þessar kröfur saksóknara Alþingis er fjallað í fjórum dómum og úrskurðum Landsdóms og Héraðsdóms Reykjavíkur

Senda grein

Þetta vefsvæði byggir á Eplica